Er þetta Nýja Ísland? - Er enginn til að berja potta núna?

Starfslaunum listamanna úthlutað! Er ekki kreppa? Er ekki verið að skera niður alls staðar? Hver eru launin? Ég get ekki betur séð en að í heildina sé þarna verið að tala um samtals yfir 80 árslaun. Hvernig í ósköpun er hægt að bjóða almenningi upp á slíkt þegar verið er að herða sultarolína hjá landsmönnum og hækka skatta á sama tíma og allir hafa nóg með að ´ná endum saman. Hefði ekki verið ráð að skera niður þarna og spara einhverjar millur??

Það er amk. grátbroslegt að hugsa til þess að einn af aðal pottatrommuleikurunum, sem áður var í hópi grúppía útrásarvíkinganna skuli vera þarna fremstur í flokki. Þetta er kannski það Nýja Ísland sem pottatrommararnir voru að krefjast. Allir á spenann hjá ríkinu!


mbl.is Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánskotin bara!! getur þetta listamannapakk ekki unnið eins og aðrir.Þetta lið hefur alltaf verið baggi á þjóðinni.Hverslags vesalingur er þessi Hallgrímur Helgason þykist vera að berjast fyrir réttlæti en svo þarf almenningur að fara borga honum laun fyrir ekki neitt.Það verður engin þjóðarsátt með þessi aumingjalaun!!!!!!!!!!!

Bára (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 17:38

2 identicon

Hvar eru mótmælendur núna sem vilja réttlæti.

Bára (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 17:48

3 Smámynd: Gerður Pálma

Það er með nokkurri undrun að lesa skoðun Gríms og Báru um ´listamannapakkið´

Menning og listir hverrar þjóðar á hvaða tímabili sem er segir til um hver hún er, laun listamanna er mjög óörugg og oftast mjög rýr, þó svo að einstaka toppar geti átt sér stað, metbók ársins, kvikmyndahandrið sem fær Oscarinn o.th. háttar. Islenskt þjóðlíf án lista og menningar, myndi auk þess að vera erfið barátta  fyrir flesta verða að sama skapi hundleiðinlegt, litlaust og fúlt.  Sú vinna sem t.d. viðkomandi listamenn hafa á sig lagt án nokkurrar vissu um örugga framtíð er með einsdæmum og megum við þakka þrautsegju þeirra fyrir og vera glöð að geta átt þátt í því að tryggja menningu landsins framhaldslífi, nóg er samt skrautið í skúrkadeildinni.  Gleðjumst yfir því að eiga þessa óeigingjörnu frábæru listamenn, það er þó ljós í fjósinu hjá okkur.  

Gerður Pálma, 6.2.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Heidi Strand

Sammála Gerði.

Hvað er þjóð án menningar?

Heidi Strand, 7.2.2009 kl. 23:05

5 identicon

Ef thú hugsar um thetta í sambandi vid úthlutun á fiskikvóta úr sameign thjódarinnar til útvaldra adilja, sem sídan geta braskad med hann ad vild ad hvada nidurstödu kemstu?

Hólmur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband