Þrefalt dýrara að fara þjóðveginn til Eyja

Enn er lagður sérstakur skattur á Eyjamenn í formi hækkaðra fargjalda með Herjólfi. Vegatollurinn á þjóðveginum til Eyja er ekkert annað en óréttlátur skattur. Eftir hækkun mun það kosta fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvo unglinga á aldrinum 12 - 15 ára og bíl, 19.354 kr. á fullu fargjaldi að fara fram og til baka milli Eyja og Þorlakshafnar en hægt er að koma verðinu niður í  10.780 með því að kaupa kaupa afsláttareiningar fyrir 19.600 krónur.

Milli Eyja og Þorlákshafnar eru 76 km. eða 152 km. samtals báðar leiðir. Það þætti trúlega einhverjum dýrt að skreppa út á þjóðvegina í bíltúr með fjölskylduna og borga yfir 19.000 krónur fyrir að rúlla 150 kílómetrana. Samkvæmt útreikningum FÍB kostar það meðal bíl rúmar 40 kr að aka hvern km. og er þá allur kostnaður tiltekinn. Það kostar því innan við 6.200 kr. að aka 150 km leið á öllum þjóðvegum landsins nema á veginum milli lands og Eyja. Þar er sérstök sköttun í gangi þannig að þeir sem um þann þjóðveg fara greiða þrefalt gjald.

Er nú ekki kominn tími til fyrir yfirmenn samgöngumála að taka á þessu óréttlæti.


mbl.is 12% dýrara að fara í Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála þér. Ég vinn í Herjólfsafgreiðslunni í Þorlákshöfn og það er bara alveg komið út í tómt rugl hvað það kostar að ferðast á milli lands og eyja. Mér finnst feykinóg og rúmlega það að fólk sé að borga 17.500 fyrir einingakortið í dag og mér á bara eftir að líða illa yfir að þurfa að selja fólki 40 eininga áfyllingu á 19.600.

Arnar Þór Ingólfsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:45

2 identicon

Sæll Grímur,

Takk fyrir greinina og fleiri eldri greinar.  Ég er sammála þér, hvað eigum við að sitja lengi aðgerðarlaus meðan ríkisstjórnin tekur okkur í ra......... og nú á að koma enn ein hækkun á þjóðveginn okkar !!! 

Ég ferðast töluvert oft með Herjólfi (svona 1-2 í mánuði) og það er nú oft líka spurning um hvort hann fer í ferð vegna bilana eða veðurs. Þetta verður til þess að fólk veigrar fyrir sér að fara til eyja vegna kostnaðar.

Fanney Gísla (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband