ASÍ í bullandi pólitík

Það vekur sífellt meiri undrun hvernig nýr forseti og forysta Alþýðusambands Íslands, ASÍ, hefur náð að gera þessi launþegasamtök að mun pólitískara verkfæri en verið hefur um langa hríð. Hver yfirlýsingin á fætur annarri hefur komið frá forystu ASÍ síðustu vikurnar þar sem samtökin eru að blanda sér í pólitíska baráttu. sem í raun ekkert hefur með hag umbjóðendanna að gera.

ASÍ hafði engar áhyggjur af ástandinu á alþingi og pólitískum upphlaupum minnihlutans í tíð síðustu ríkisstjórnar, þó að þingið væri nánast á hvolfi vegna uppþota þar og lítill vinnufriður en nú senda þeir frá sér yfirlýsingu þar sem þeir eru greinilega að senda stjórnarandstöðunni tóninn og ætlast til þess að hún haldi að sér höndum.

Innan ASÍ er fók úr öllum stjórnmálaflokkum og með mismunandi pólitískar skoðanir. ASÍ eru launþegasamtök sem eiga að einbeita sér að því að verja kjör og hagsmuni umbjóðenda sinna. Samtökin eiga ekki að skipa sér á pólitískan bekk heldur berjast fyrir sitt fólk án tillits til þess hvernig pólitískt landslag er hverju sinni. Það á alls ekki að ráða afstöðu ASÍ hverjir sitja í ríkisstjórn því markmiðið á alltaf að vera eitt og það sama að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna.

Því miður vantar mikið upp á að núverandi forysta samtakanna hafi rækt það hlutverk sitt á hlutlausan hátt.

 


mbl.is Þingmenn sýna þjóðinni lítilsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband