Samfylkingarforystan eins og vindhani á bæjarburst

 Það var grátbrostlegt að fylgjast með viðbrögðum forystu Samfylkingarinnar við samkomulagi formanna stjórnarflokkanna um að leggja fram á Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingar á stjórnarskrá, sem felur í sér ákvæði um þjóðareign náttúruauðlinda Íslands. Þeir sömu þingmenn og sperrtu sig á Alþingi fyrr í vikunni og lýstu sig reiðubúna til samstarfs við Framsóknarmenn um að koma slíku ákvæði í stjórnarskrána voru fljótir að snúa við blaðinu þegar niðurstaða og samkomulag lá fyrir í málinu milli stjórnarflokkanna. Nú var dregið í land. Ekki var lengur spennandi að vera með Framsókn úr því sátt var orðin um málið á stjórnarheimilinu. Skjótt skipast veður í lofti á þeim bænum. Það sem var gott og nauðsynlegt í gær á ekki upp á pallborðið í dag.

Það er reyndar ekki nýtt að formaður Samfylkingarinnar snúist í skoðunum eins og vindhani á bæjarburst en málflutningur hennar í fréttum í kvöld, vegna þessa máls, getur vart talist trúverðugur. Það er enganveginn hægt að taka slíkan málflutning alvarlega. Kjósendur eru ekki fífl og láta ekki bjóða sér svona málflutning , aftur og aftur. Þess vegna hrynur fylgið af  Samfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband