Jafnréttisbarátta og kynjakvóti

Ég velti stundum fyrir mér umræðunni um jafnréttið og hvað hún er stundum sjálfhverf, eða kannski er réttara að segja einhverf. Ég vil reyndar taka það fram, til að koma í veg fyrir allan misskilning, að ég er mikill jafnréttissinni og tel að konur og karlar eigi að standa jafnfætis á öllum sviðum. Kynbundinn launamunur eigi engann rétt á sér og það eigi á engann hátt að horfa til kyns við ráðningar í stöður eða skipun nefnda og ráða. Fólk á að meta af hæfileikum þeirra, menntun og dugnaði, punktur.

Mér dytti ekki til hugar að greiða konu sem starfaði hjá mér í sambærilegu starfi og karlmaður lægri laun en karlinum. Ef ég teldi hana betri og hæfari starfskraft fengi hún eflaust betri laun. Það er hinn eðlilegasti háttur. Ég er því alls ekki sammála þeim skoðunum að sú aðgerð að aflétta launaleynd muni endilega verða konum til gagns og er mótfallin hugmyndum um afnám launaleyndar.

Við meigum ekki alveg missa okkur í umræðunni og aðgerðum í svonefndum jafnréttismálum. og hugmyndir um lögbindingu jafnrar kynjaskiptingar á Alþingi og í stjórnum fyrirtækja eru vægast sagt arfavitlausar. Ef fara á út á þá braut er þá ekki rétt, til að gæta alls jafnræðis, að setja einnig lög um að það verði að vera jafn margir samkynhneygðir og gagnkynhneygðir á þingi og í stjórnum fyrirtækja, jöfn aldursdreifing og svo fram eftir götunum.  Hugmyndir í þessa átt eru full mikið farnar að nálgast hámark forræðishyggjunnar.

Ég hef stundum velt því fyrir mér að í þessari jafnréttisumræðu þegar hvað hæst lætur í t.d. hvað varðar vel launuð störf og stjórnun hvers vegna ekki hefur orðið einhver hasarbylgja þar sem þess er krafist að fjölga verði konum í sjómannastétt. Sjómenn hafa velflestir ágætislaun, margir meira að segja rífandi laun, og þær konur sem lagt hafa fyrir sig sjómennskuna fá nákvæmlega sama hlut og karlarnir, gegni þær sömu stöðu. Samt virðast þær ekki sækja stíft í slíka vinnu. Hvers vegna verður maður ekkert var við að áhuga og umræðu um að ná fram jafnri kynjaskiptingu í þessu starfi þar sem tekjumöguleikar eru virkilega góðir oft á tíðum. Hvers vegna er ekki krafist kynjakvóta þar? Snýst jafnréttisbaráttan kannski bara um að koma á jafnri kynjaskiptingu sumstaðar en  annarstaðar ekki? Spyr sá sem ekki veit. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband