Verður innsiglingin í Bakkafjöruhöfn þessu lík?

Mynd í ólgusjóÞar sem ég hef undanfarið verið að lesa í gegnum skýrslu Stýrihóps um hafnagerð í Bakkafjöru, þá vakti myndin af Mörtu Ágústsdóttur GK, sem prýddi forsíðu Morgunblaðsins á þriðjudaginn, sérstaka athygli mína.

Þeir sem gagnrýna hvað mest hafnargerð í Bakkafjöru hafa t.d. bent á þá staðreynd að ráðgert er að ferjan milli Bakka og Eyja sigli gegnum brot á leið sinni til og frá Bakkafjöruhöfn og slík sigling sé alltaf hættuspil.

Vonandi reynast vísindamennirnir sannspáir hvað varðar Bakkafjöruhöfn og áhyggjur sjómanna sem til þekkja við suðurströndina reynist óþarfar. Það má einnig vel vera að brotskaflarnir verði minni á sandrifinu utan við Bakkafjöruhöfn en þeir eru við innsiglinguna í Grindavík en það fer óneitanlega hrollur um mann að hugsa til þess að sjá farþegaferjuna í sömu stellingum við innsiglingu til Bakka og Mörta GK var í á myndinni í Morgunblaðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband