Auglýsing frá Glitni var í Fréttabalaðinu í dag þar sem 90% húsnæðislán af markaðsverði eru kynnt en Glitnir hefur undanfarið kynnt þennan möguleika á heimasíðu sinni.
Það hefur vakið athygli mína að enginn sérfræðingur hefur hafið upp raust sína vegna þessara auglýsinga og talað um að þessi lán gætu sett íslenskt efnahagslíf á kaldann klakann.
Fyrir stuttu kynnti félagsmálaráðherra ákvörðun sína um að hækka lánshlutfall íbúðalánasjóðs í 90% og hámarkslán í 18 milljónir. Þá stukku fram sérfræðingar úr hverju horni og vöruðu við hættunni sem af þessu gæti stafað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, forystumenn Alþýðusambandsins, hagfræðingar og stjórnmálamenn fjölluðu um þetta víða eins og mikil vá væri fyrir höndum.
18 milljóna hámarkslán nær í fæstum tilfellum 90% hlutfalli af brunabótamati húseigna sem sjóðurinn miðar við. Það er því í sárafáum tilfellum sem reynir á 90% lánshlutfalla sjóðsins, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu og hefur því lítil áhrif á íbúðaverð. Það eina sem hækkun lánshlutfalls og hámarkslána íbúðalánasjóðs gerir er að létta undir með fólki sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðuð, því flestir sem standa í þeim sporum taka önnur lán á óhagstæðari kjörum, t.d. frá lífeyrissjóðum eða bönkum til að brúa bilið. Ákvörðun félagsmálaráðherra er því einungis til bóta fyrir hinn almenna borgara og sérstaklega fyrir fólk á landsbyggðinni sem getur fengið lán til húsnæðiskaupa því bankarnir eru ekki áfjáðir í að lána mikið til húsnæðiskaupa þar sem líkur eru til að markaðsverð geti allt eins lækkað eins og hækkað .
Það er aftur á móti líklegt að lán þau sem Glitnir auglýsir nú geti haft mikil áhrif á markaðinn og þess vegna efnahagsástand og verðbólgu. Þrátt fyrir það korrar ekki í neinum yfir því og þeir sem æptu og skræktu vegna ákvöðrunar ráðherrans halda sig alveg til hlés núna og minnast ekki einu orði á hvaða áhrif þetta geti haft á efnahagslífið. Það skildi þó ekki vera að það hafi verið aðrir hagsmunir en hagsmunir almennings sem hvöttu menn áfram í þeirri umræðu. Er nema vonn að spurt sé?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.