Varla eykur yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar traust kjósenda á henni

Það er grátbroslegt að fylgjast með forystufólki Samfylkingarinar þegar það veitist nú að Morgunblaðinu trekk í trekk með órökstudduim fullyrðingum og uppspuna. Fréttaskýring Agnesar Bragadóttur um auðlindaákvæðismálið varð til þess að Ingibjörg Sólrún sendi frá sér ótrúlega yfirlýsingu þar sem hún fer með rangfærslur og heldur fram að annað innihald hafi verið í fréttaskýringunni en raun var.

Í yfirlýsingu sinni segir Ingibjörg Sólrún m.a.: "Ég vil koma þessu staðreyndum á framfæri í ljósi fréttar sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Þar er því haldið fram að Össur Skarphéðinsson hafi efnt til fundarins "í fullkominni óþökk flestra samfylkingarmanna" eins og það er orðað." Þarna er Ingibjörg að vísa til blaðamannafundarins sem stjórnarandstaðan boðaði til vegna auðlindaákvæðisins.

Ég las fréttaskýringu Agnesar og mig rak ekki minni til að hún hafi verið að fjalla um blaðamannafundinn í umfjöllun sinni um einleik Össurar. Ég las því fréttaskýringuna aftur, og aftur en kom ekki auga á það. Í umfjöllun Agnear segir: " Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, kann svila sínum Össuri Skarphéðinssyni, litlar þakkir fyrir þann einleik sem hann hefur, í nafni Samfylkingarinnar, leikið í auðlindaákvæðismálinu, í fullkominni óþökk flestra Samfylkingarmanna, samkvæmt mínum heimildum."

Á engann hátt er fjallað um blaðamannafundinn í samhengi við umfjöllunina um einleik Össurar í fréttaskýringu Agnesar og því vekja viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar vægast sagt athygli. Fyrirsögn yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar er "Slúður á forsíðu" er því dæmalaus og ótrúlegt að reyndur stjórnmálamaður skuli hlaupa svo á sig sem raunin er.

Agnes Bragadóttir er einn af okkar reyndari blaðamönnum og er þekkt fyrir frábærar fréttaskýringar sínar í Morgunblaðinu. Hún hefur marg sýnt að hún hefur öfluga heimildarmenn víða, bæði í viðskiptalífinu sem og í stjórnmálunum. Hún hefur skrifað margar fréttaskýringar um hin ýmsu mál sem tíminn hefur oftast leitt í ljós að voru reistar á traustum heimildum. Lesendur treysta skrifum Agnesar í ljósi reynslunnar. Vindhögg Ingibjargar Sólrúnar er því aumast fyrir hana sjálfa og málatilbúnaður hennar í þessu máli skýrir ef til vill betur en margt annað hvers vegna kjósendur treysta ekki Samfylkingunni og forystu hennar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

hlustaðirðu á hana í  Ísland í dag í gærkvöldi ?                    http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=30804&ProgType=2003&ItemID=27659&progCItems=1

Ásdís Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband