Ástæða til að hrósa menntamálaráðherra fyrir ferðasjóðinn

Samþykkt ríkisstjórnar Íslands á tillögu menntamálaráðherra í gær, um að í gær um að koma á fót ferðasjóð til að lækka ferðakostnað íþróttafélaga, er mikið fagnaðarefni. Samþykkt var að veita 180 milljónum á næstu 3 árum til þessa verkefnis og mun ÍSÍ setja reglur og sjá um úthlutun úr sjóðnum.

Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar er glæsilegt framtak sem mun sérstaklega koma sér vel fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni sem mörg hver hafa verið að sligast undan ferðakostnaðinum.

 Fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum hlýtur þessi samþykkt að skipta gríðarlegu máli. Í Morgunblaðinu í morgun er haft eftir formanni ÍBV að árlegur ferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar í Eyjum sé á bilinu 30 - 40 milljónir.  Það má vel gera sér í hugarlund það mikla sjálbopðaliðastarf sem inna þarf af hendi til að afla tekna, bara til að standa straum af ferðakostnaðinum. Með tilkomu sjóðsins á eiga fjárframlög sem íþróttafélögin þurfa að leggja í ferðakostnað að lækka sem gefur þeim þá aukið svigrúm til eflingar annarar starfsemi.

Það er því full ástæða til að hrósa menntamálaráðherra og ríkisstjórninni fyrir að koma því í verk að gera ferðasjóðinn að veruleika. Svona á að afgreiða hlutina. Flott hjá þér Þorgerður Katrín.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband