Glæsilegt hjá útgerð Gullbergs VE

Gullberg VEEnn bættist í flota Eyjamanna þegar Gullberg VE 292 sigldi til heimahafnar í Eyjum í gær. Kraftur í útgerðarmönnum í Eyjum er mikill um þessar mundir og greinilegt að þeir ætla að sækja fram á veg, sem mun til lengri tíma efla og styrkja byggð í Eyjum.

Útgerð Gullbergs er ein af rótgrónu einstaklingsútgerðunum sem hefur gert út í áraraðir frá Eyjum. Útgerðin seldi uppsjávarveiðiskipið Gullberg til Vinnslustöðvarinnar á síðasta ári og ákvað að söðla um í útgerðarmynstri, hverfa frá veiðum á uppsjávarfiski og snúa sér að bolfiskveiðum í botnvörpu. Hóf útgerðin að leita að skipi sem henta myndi fyrir slíkt útgerðarmynstur og afrakstur þess er nýja Gullbergið sem nú er komið í heimahöfn í Eyjum.

Það er mikilvægt byggðarlagi eins og Vestmannaeyjum að eiga í sínum röðum athafnafólk sem horfir fram á veg og fjárfestir á nýjan leik í útgerð eftir að hafa selt skip og aflaheimildir í stað þess að taka fjármuni út úr greininni og þar með veikja undirstöður atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Það er virkileg ástæða til að hrósa þeim sem hugsa og vinna á þann hátt.

Ég óska eigendum Gullbergs til hamingju með nýtt skip. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Gleðilega páska Grímur, langar þér ekki á sjó þegar þú lest svona fréttir um ný skip, einusinni komst þú með nýtt skip til Vestmannaeyja 4 júlí 1976 ef ég man rétt. Kv Helgi Þór.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.4.2007 kl. 10:40

2 identicon

Það er alltaf ákveðinn sjarmi við sjóinn og gaman að fara í róður. Þó get ég í hreinskilni sagt að ég öfundi þá ekkert sem stunda sjómennsku allt sitt líf. Ég ber aftur á móti mikla virðingu fyrir sjómönnum og starfi þeirra og þeir eiga vel heima í efstu tröppu virðingarstigans.

Það er auðvitað alltaf gamana að koma með nýtt skip til heimahafnar. Ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi þrisvar á lífsleiðinni, 1976 eins og þú minnist á Helgi, aftur árið 1992 og síðast árið 2001.

Grímur Gíslason (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband