29.4.2007 | 11:32
Góð sigling á Sjálfstæðisflokknum
Aftur af stað eftir smá hlé. Vinnuferð erlendis og tímaleysi til skrifa samhliða því en nú er að ná upp dampi á ný og halda áfram á þessum vetvangi. Reyndar er ég kominn á kaf í kosningabaráttuna, fyrir komandi þingkosningar, með félögum mínum í Suðurkjördæmi og er farinn að þeytast milli staða með öðrum frambjóðendum til funda með kjósendum.
En þá er að koma sér í skriftagírinn. Af nógu er að taka enda kosningarnar á næsta leyti. Bara tvær vikur þar til við höfum niðurstöðu kosninganna á borðinu og hvert stefnir á næstu árum.
Það er góð sigling á Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir samkvæmt könnunum enda ekki að undra sökum sterkrar málefnastöðu og skynsamlegra og hófstilltra loforða í kosningabaráttunni.
Stjórnarandstaðan á í miklum vandræðum með að finna höggstað á Sjálfstæðisflokknum. Það má heita ótrúlegt að eftir svo langan tíma í stjórnarandstöðu skulu þeir flokkar vera í vandræðum með að berja á Sjálfstæðisflokknum en segir mest til um það hversu vel hefur tekist til við stjórn landsins á undanförnum árum. Auðvitað má alltaf gera betur og verkefnin verða trúlega alltaf næg en það er engum blöðum um það að flétta að ótrúlegur árangur hefur náðst. Hagvöxtur hefur aukist, kaupmáttur hefur aukist, skattat hafa verið lækkaðir, barnabætur hafa verið hækkaðar, framlög til málefna eldri borgara hafa verið aukin og svo mætti lengi telja.
Kjóendur vita hvaða árangur hefur náðst á undanförnum árum undir forystu Sjálfstæðisflokksins og þeir vita að þeir geta treyst Sjálfstæðisflokknum til áframhaldandi árangurs og góðra verka. Þess styðja flestir kjósendur Sjálfstæðisflokkinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.