Nýtt líf á lokaspretti kosningabaráttunnar

Það hefur verið í nógu að snúast nú á lokaspretti kosninga-Stelpa 2

baráttunnar. Ekki hafa þeir snúningar einungis snúist um kosningar og undirbúning þeirra hjá mér því lítil manneskja hefur verið á leið í þennan heim og hefur látið bíða aðeins eftir sér. Hún átti, samkvæmt reiknilíkaninu, að mæta til leiks í lok apríl en var ekki alveg á þeim buxunum og lét alla bíða komu sinnar.

Hún hefur kannski áttað sig á að pabbi var á kafi í kosningabaráttu og ætlað sér að kalla á alla þá athygli sem mögulegt væri og ekkert gæti verið betur fallið til þess en að draga að sér athyglina á lokasprettinum fyrir kosningar.

Hún ákvað því að gera vart við sig á miðvikudagskvöld, þar sem hún hafði trúlega grun um að pabbi hennar ætlaði að fara til Eyja á fimmtudag í kosningastúss. Hún hélt síðan allri athyglinni frá miðvikudagskvöldi og fram á fimmtudagskvöld með tilheyrandi þrautum fyrir móður hennar.

Skvísan kíkti svo í þennan harða heim um kvöldmatarleitið í gær, fimmtudag, við ómælda ánægju allra. Það að hún valdi að láta bíða eftir sér þar til tveimur dögum fyrir kosningar er kannski merki um að þarna sé verðandi pólitíkus á ferð og hver veit nema að þarna sé ferðinni verðandi foringi i Sjálfstæðisflokknum. Að minnsta kosti var hún mjög ánægð með merkið sem hún fékk í barminn fljótlega eftir fæðinguna í gær.

En hún er ekki ein um að vera ánægð, þetta litla skott. Ég er kátur og ánægður með þetta nýja líf og mun örugglega brosa enn breiðar en hingað til þá tvo daga sem eftir eru af kosningabaráttunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband