Vaknaðu Marshall, Eyjamenn hafa ekki gullfiskaminni

Það er ágætt að hafa góð fyrirheit og boða samgöngubætur vegna niðurskurðar á þorskafla en einhvernveginn er þetta hálfgert yfirklór að mér finnst. Sumt af þessum framkvæmdum hefur í reynd ekkert með niðurskurð þorskafla að gera og maður veltir óneitanlega fyrir sér hvernig þessar framkvæmdir eiga að skila sér til þeirra sem missa tekjur vegna skeringar á þorskveiðum.

Fyrir nokkrum vikum gaf samgönguráðherra, Kristján Möller, út yfirlýsingu um fjölgun ferða milli lands og Eyja en nú hefur verið gefin út önnur yfirlýsing um að ekkert verði af fjölgun ferða þar sem það sé of dýrt. Ef Kristján hefur ekki kynnt sér það þá er rétt að benda honum á að skerðing á þorskveiðum mun hafa mikil áhrif í Vestmannaeyjum eins og´í öðrum verstöðvum landsins.

Allar þær framkvæmdir sem flýta á eru nauðsynlegar, enginn efast um það, en efinn felst í því hvernig þessar framkvæmdir koma í stað þeirra tekna og starfa sem þorskveiðar skapa.

Aðstoðarmaður samgönguráðherra, sem er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, hafði mörg og stór orð um það fyrir kosningar að það væri lítið mál að koma samgöngum milli lands og Eyja í eðlilegt horf og ekkert hefði verið gert í þeim efnum í 16 ár ætti nú að láta til sín taka, pikka aðeins í yfirmann sinn og benda honum á að það sé lágmark að standa við útgefnar yfirlýsingar um fjölgun ferða milli lands og Eyja. Annað er bara ekki boðlegt í stöðunni.

Eyjamenn geta ekki sætt við þá framkomu sem þeim hefur verið sýnd af samgönguráðherra og hans undirtyllum síðustu vikurnar. Aðgerða er þörf í samgöngumálum Eyjamanna. Það er ekki nóg að gala hátt fyrir kosningar það þarf líka að standa við stóru orðin. Vaknaður Róbert Marshall. Eyjamenn hafa ekki gullfiskaminni.


mbl.is Samgönguráðherra: fjármagn flutt til sem var þegar á samgönguáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Er ekki Johnsen á þingi, hef ekkert heyrt í kallinum um þessi vandræði með Eimskip? Kannski það þurfi að sparka hraustlega í fjármálaráðherra. Heldur hann ekki um pyngjuna ennþá? Vona að það standi ekki á fjárheimildum til aukaferðanna.....Ertu viss um þetta með gullfiskaminnið....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.7.2007 kl. 14:20

2 identicon

Jú, jú Johnsen er á þingi en það vill þannig til að þingið er ekki að störfum um þessar mundir. Ákvörðun sem þessi er alfarið í höndum samgönguráðherra og hæg ættu heimatökin að vera hjá honum með aðstoðarmanninn sem þekkir aðstæðurnar afar vel, a.m.k. ef miðað er við umfjöllun hans fyrir 12. maí sl. Hitt er annað mál að það er náttúrulega fráleitt að gefa út yfirlýsingar eins og Möllerinn gaf út áður en hann samdi við rekstraraðilann. Hitt er svo enn fráleitara að Vegagerðin skyldi fara í útboð og gera samning þar sem ekki var gert ráð fyrir  að fara þyrfti fleiri en 5 aukaferðir á ári. Þvílíkir snillingar! Í einkafyrirtæki hefðu menn kannski verið látnir taka pokann sinn fyrir minni afglöp en þssi. Það virðist þó´því miður ekki eiga við á þessum slóðm eins og mörg dæmi sanna. Nægir í því sambandi að nefna Grímseyjarferjuna sem verið hefur í meðferð í hafnarfirði í eitt ár og enn sér ekki  fyrir endann á þeirri vitleysu. Það má kannski vænta þess að M-in tvö (Möller og Marshall) girði sig í brók og fari að taka á málum af festu.

Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband