4.2.2009 | 11:29
Er ekki kominn tími til aðgerða
Þetta er nú varla ásættanlegt lengur og ljóst að ráðast þarf í verulegar viðhaldsframkvæmdir á Herjólfi. Það er ekki ásættanlegt að skip sem á að halda uppi áætlunarsiglingum skuli vera úr leik aftur og aftur vegna bilana. Annað hvort er eitthvað bogið við viðhald skipsins eða það er hreinlega kominn tími til að fara í allsherjar "skveringu" á skipinu. Þetta ástand er hreinlega ekki boðlegt lengur.
Kristján Möller nú er að bretta upp ermar og "taka málið vettlingatökum" eins og Höskuldur framsóknarþingmaður myndi orða það. Atvinnuskapandi viðhaldsverkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í.
Herjólfur fer ekki fyrri ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vestmanneyjingar vita manna best hvað Eyjarnar eru stórkostlegar, hin augljósa nálægð þeirra við náttúruöflin sem varla á sér sinn líka um allan heim. Ný jörð, nýtt land, fólk sem byggir um sig á og eða við brúnir á ókulnuðu hrauni, fuglalífið, dásemdir eyjanna, náttúrugersemi. Ef eyjabúar myndu vinna upp ´ferðamannaútgerð´byggða á öllum þeim dásemdum sem eyjarnar hafa uppá að bjóða þá er kostnaður við bættar samgöngur smápeningar. Ég er gamall Kirkjubæingur og veit um hvað ég er að tala. Hægt væri að gera restaurant vid strondina þar sem öldurnar slettast uppá gluggana, þannig að manni finnst maður vera um borð í bát sem er að sigla inn í höfnina luxux hotel hugsanlega í um hverfi gamalla úr sér gengna fiskvinnustöðva (veit ekki hvort slíkt húsnæði er fyrir hendi) og/eða annað húsnæði, nýtt eða gamalt. Vestmannaeyjar er gulleyja og ef eyjabúar átta sig á því og hugsanlega ná því að finna kraftmikla forrystu sem áttar sig á verðmætum sem liggja fyrir fótum þeirra, þá mun Herjólfur ekki vera vandamál heldur ÞJÓÐÞRIFARMÁL. Hættu að hugsa í landshlutum, hugsum og vinnum að hag allra landsmanna, Herjólfur, samgöngur við Vestmanneyjar er landsþrifamál ef nýtt verða náttúruauðlindir eyjanna. Eyjabúar....flott lið, sterkt, skemmtilegt, kraftmikið. VONA að framtíðarstjórn Íslands átti sig á þessari auðlind við suðurstönd landsins. Við öll verðum að vekja sofandi ríkisstjórn, hugsanlega lemja í fleiri potta?
Gerður Pálma, 6.2.2009 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.