Nú vill kappinn fjölmiðlalöggjöf - Er þetta ekki hjákátlegt?

Datt um þetta gullkorn í grein sem Róbert Marshall skrifaði í Fréttir í Vestmannaeyjum í síðustu viku: "Við viljum opna, frjálsa og lýðræðislega umfjöllun og til þess þurfum við öfluga fjölmiðla sem almenningur treystir. Það er hægt að gera með fjölmiðlalöggjöf sem tryggir dreifða eignaraðild og sjálfstæði ritstjórna. Nú er kjörið tækifæri til þess að setja slíka löggjöf án þess að ógna störfum og rekstri fjölmiðlafyrirtækja."

Merkilegt að lesa þetta. Ég man ekki betur en að fjölmiðlungarnir, Samfylkingin, VG og hluti þjóðarinnar hafi risið upp á afturlappirnar og mótmælt hástöfum þegar fjölmiðlafrumvarpið kom fram forðum, en það hafði einmitt það að markmiði að koma í veg fyrir að fjölmiðlum gæti verið stjórnað af fámennum hópi auðmanna. Forsetinn setti svo jarðarberið á topp þvælunnar með því að neita að skrifa undir lögin. sem þá um leið tryggði vald auðmanna yfir fjölmiðlunum. 

Hvaða hagsmuni voru fjölmiðlungar og vinstrimenn að verja þegar þeir tóku slaginn um fjölmiðlafrumvarpið? Það vöru örugglega ekki hagsmunir þjóðarinnar sem menn báru fyrir brjósti er þeir lögðust gegn því.

Það er því hjákátlegt að sjá sömu aðila og börðust gegn fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma boða nú fjölmiðlalöggjöf sem nauðsynlegan þátt í því sem þeir kalla nýtt Ísland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband