Samfylkingin telur bættar samgöngur við Eyjar ekki eitt af brýnustu samgöngumálum Suðurkjördæmis

Það er afar athyglisvert að lesa svör oddvita framboðanna i Suðurkjördæmi við spurningum Blaðins, sem eru í sérstöku kosningablaði Blaðsins í dag. Tíu spurningar eru lagðar fyrir oddvitana um hin ýmsu mál sem framboðin leggja áherslu á fyrir komandi kosningar.BGS Samgöngur 2

Það vakti sérstaka athygli mína að lesa svör Björgvins G. Sigurðssonar, oddvita Samfylkingarinnar, um hver væru brýnustu samgöngumálin í kjördæminu. Í svari sínu við þeirri spurningu segir Björgvin: "Tvöföldun Suðurlandsvegar, brú yfir Hvítá, Gjábakkavegur, einbreiðar brýr, brú yfir Hornafjarðarfljót, Suðurstrandarvegur og uppbygging safn- og tengivega."

Punkur og basta, ekkert fleira sem vert er að hafa orð á að mati oddvitans!

Það er sérstaklega athyglisvert að sjá að Björgvin, og þar með Samfylkingin í Suðurkjördæmi, leggja ekki sérstaka áherslu á bættar samgöngur við Vestmannaeyjar. Að minnsta kosti eru úrbætur í þeim efnum ekki ofar í huga oddvita þeirra en það að hann minnist ekki einu orði á samgöngubætur milli lands og Eyja þegar hann er spurður um samgöngumál í Suðurkjördæmi.

Það er ekki nóg að muna bara eftir að minnast á bættar samgöngur við Vestmannaeyjar þegar skrifað er í Eyjablöðin eða talað beint til Eyjamanna en gleyma þeim svo þess á milli. Það að oddviti Samfylkingarinnar skuli ekki muna eftir að minnast á að úrbætur í samgöngumálum Eyjamanna þegar hann er spurður um brýnustu samgöngumálin í kjördæminu segir allt um áhuga hans og Samfylkingarinnar að vinna af krafti að þeim málum.

Þetta er enn athyglisverðara í ljósi þess að oddvitar allra annarra framboða í Suðurkjördæmi sjá ástæðu til að minnast á að úrbætur í samgöngum milli lands og Eyja sé eitt brýnasta samgöngumálið í Suðurkjördæmi.

Það er vert fyrir Eyjamenn að hafa þetta í huga þegar þeir ganga að kjörborðinu 12. maí n.k. Oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi  opinberar það með svörum sínum að hann hefur engann áhuga á að bæta vinna að bættum samgöngum milli lnds og Eyja. Allt tal Samfylkingarinnar í þeim efnum hlýtur því hér eftir að hljóma sem innantómt raup og blaður í eyrum Eyjamanna og annarra sem vilja sjá úrbætur í samgöngum milli lands og Eyja sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband