Breytingar á framboðslistum?

Ágætt kjördæmisþing hjá okkur Sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi í dag.  Ákveðið að fara í prófkjör og talsverður fjöldi gaf sig fram á fundinum sem frambjóðendur. Á fundinum kom einnig ljóslega fram sú krafa að fólk vill sjá breytingar

Það er greinilegt að þess er krafist að endurnýjun verði  á framboðslistum fyrir komandi þingkosningar. Fólk vill nýtt blóð. Ný andlit. Það er tími endurnýjunar.

Á fundi Sjálfstæðismanna á Grand Hótel í síðustu viku sagði Björn Bjarnarsn að nú væri tími endurnýjunar hjá Sjálfstæðisflokknum runninn upp. Eldri þingmenn þyrftu að stíga til hliðar og gefa nýju fólki tækifæri að taka við. Í sumum kjördæmum virðast sitjandi þingmen hugsa á sama hátt og Björn. Í dag tilkynnti Sturla Böðvarsson að hyggðist draga sig hlé. Gott hjá honum og Sturla fær prik hjá mér fyrir þessa ákvörðun.

Á fundi kjördæmisráðs Suðurkjördæmis í dag tilkynntu allir sitjandi þingmenn Suðurkjördæmis að þeir ætluðu að sækjast eftir endurkjöri. Árni Matthisen. Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir sækjast öll eftir endurkjöri.

Þau eru greinilega ekki á sama máli og Sturla og Björn,  að það þurfi að stokka upp og endurnýja.

Breytingar eru því í höndum kjósenda. Þeirra sem þátt taka í prófkjörinu 14. mars nk. Þá fá kjósendur tækifæri á að raða upp á lista og gera breytingar. Valið er í höndum fólksins. Ef að það vill breytingar þá getur það gert þær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband