10.2.2009 | 11:17
Forsetinn í fótspor Davíðs?
Forsetinn virðist eiga afar erfitt með að halda sig á mottunni um þessar mundir. Kominn á kaf í bullandi pólitík og finnst hann líklega, sem guðfaðir ríkisstjórnarinnar, vera orðinn pólitískur talsmaður hennar.
Það hefur verið hamast á Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, t.d. vegna ummæla hans í frægum Kastljósþætti þar sem hann sagði Íslendinga ekki ætla að borga skuldir óreiðumanna. Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og hluti þjóðarinnar hefur kennt þessu viðtali um að hafa stórskaðað Íslendinga. Allur kraftur ríkisstjórnarinnar fer í að finna leiðir til að koma Davíð frá og trumbuslagararnir eru mættir á Arnarhól til að krefjast þess að Davíð víki.
Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hver þáttur forsetans er í því sem hér hefur gerst. Hann var ein aðal grúppía útrásarvíkinganna, elti þá og mærði þá öllum stundum. Nú kemur hann fram í viðtölum erlendis og segir nokkurnveginn það sama og Davíð sagði í Kastljósþættinum fræga. Að Íslendingar ætli ekki að borga. Slík ummæli forsetans hljóta að hafa amk. sömu áhrif og orð seðlabankastjórans. Nú bíður maður spenntur eftir að sömu stjórnmálamenn og lýstu fyrirlitningu sinni á orðum Davíðs stígi fram og setji ofan í við forsetann og að trumbuslagararnir fari að snúa sér að bóndanum á Bessastöðum og krefjast þess að hann víki. Ef þeir gera það ekki eru þeir ekki að berjast fyrir nýju og betra Íslandi heldur er tilgangurinn einhver allt annar.
Það hýtur a vera krafa þjóðarinnar að forsetinn axli sína ábyrgð á útrásarsukkinu eins og aðrir og hverfi frá völdum og hafi fram að því vit á að halda sig á mottunni og reyna að vera sameiningarták þjóðarinnar á erfiðum tímum en ekki haldinn pólitískri athyglissýki.
Orðum forsetans slegið upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Der Spiegel stendur: „Forseti leggst gegn skaðabótum til þýskra fórnarlamba
ekki að við stöndum ekki við skuldbindingar okkarKristján Logason, 10.2.2009 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.