Samfylkingin ótrúverðug og margklofin í stóriðjumálum

Hver á að geta skilið þessa vitleysu? Hver getur haft traust á stjórnmálaflokki sem talar út og suður varðandi stóriðjumálin? Samfylkingin er á móti uppbyggingu stóriðju. Samfylkingin vill setja á framkvæmdastopp næstu árin, segir formaðurinn. Samfylkingin í Hafnarfirði er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til stækkunnar álversins í Straumsvík. Samfylkingarfólk á austurlandi og norðausturlandi hefur verið fylgjandi stóriðjuuppbyggingu í sínum landshluta. Samfylkingin studdi á sínum tíma gerð Kárahnjúkavirkjunar. Samfylkingin í borgarstjórn studdi uppbyggingu Hellisheiðarvirkjunar. Samfylkingin er því margklofin og margsaga í þessum málaflokki. Er nema von að traustið sé lítið hjá kjósendum

Í Kastljósi í gærkvöldi var formaður Samfylkingarinnar spurður um hvernig hún myndi bregðast við niðurstöðu íbúakosningar í Hafnarfirði um stækkun álvers. Svarið var sérstakt. Ef að Hafnfirðingar hafna stækkuninni þá mun formaðurinn sætta sig við það, styðja niðurstöðuna og stækkun álversins væri þar með úr. Aftur á móti eff íbúarnir samþykkja þá formaðurinn ekki sætta sig við  þá niðurstöðu og hyggst stöðva framkvæmdina fái hún umboð til þess að afloknum þingkosningum í vor. Hvurslags lýðræði er boðað af þessu fólki? Er íbúalýðræðið bara frasi? Eða virkar það bara í eina átt, þá átt sem forysta samfylkingarinnar vill sjá. Þetta minnir nú bara á takta úr  kommúnistaríkjunum í "den".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband