Ýtt úr vör á ný

Eftir "boggbindindi" í talsverðan tíma er rétt að ýta úr vör á ný og leggja eitthvað til umræðunnar. Það hefur reyndar verið sannkölluð "vertíð" hjá bloggurum síðustu mánuðina enda af mörgu að taka og trúlega mun einnig verða af nógu að taka næstu mánuðina.

Ný ríkisstjórn, minnihlutastjórn vinstri aflanna undir verndarvæng framsóknar, komin til valda og einhvernveginn hefur maður á tilfinninguni að stormasamt samband geti verið í uppsiglingu. Amk. gefa fyrstu dagarnir í sambandinu ástæðu til að álykta á þá leið.

Það eina sem Samfylking og Vinstri grænir virðast sammála um er að fylgja eftir efnahagsáætlun og fyrirhuguðum björgunaraðgerðum fyrri ríkisstjórnar og síðan það að reka Davíð Oddsson. Hvalveiðimál, Evrópumál, uppbygging stóriðju eða önnur atvinnutækifæri eru allt mál sem djúpstæður ágreiningur er um milli stjórnarflokkanna. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvernig þetta samband mun þróast á næstu vikum og mánuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband